HK er komið á toppinn í Lengjudeild karla eftir leik við Gróttu á heimavelli sínum í kvöld, Kórnum.
Leikur kvöldsins var spennandi en Grótta komst yfir með marki frá Gabríeli Hrannari Eyjólfssyni í fyrri hálfleik.
Ásgeir Marteinsson jafnaði metin fyrir HK á 35. mínútu og skoraði Stefán Ingi Sigurðarson svo sigurmark í þeim síðari.
HK er með 31 stig á toppnum eftir 14 umferðir og er einu stigi á undan Fylki sem er í öðru sæti.
Þór er þá komið í ansi þægilega stöðu í fallbaráttunni eftir 2-1 sigur á Grindavík.
Alexander Már Þorláksson gerði bæði mörk Þórsara í Grindavík og er liðið nú með 17 stig í 10. sætinu.
KV og Þróttur Vogum eru í fallsætunum með aðeins átta og fimm stig.
HK 2 – 1 Grótta
0-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson (’12)
1-1 Ásgeir Marteinsson (’35)
2-1 Stefán Ingi Sigurðarson (’60)
Grindavík 1 – 2 Þór
0-1 Alexander Már Þorláksson (’16)
0-2 Alexander Már Þorláksson (’21)
1-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (’82)