Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, telur að koma Erling Haaland til Manchester City breyti litlu fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni.
Man City varð enskur meistiari á síðustu leiktíð og fékk mikla styrkingu í sumar er Haaland krotaði undir.
Carragher telur að koma Haaland muni þó aðeins hjálpa Man City í baráttunni í Meistaradeildinni.
,,Nei ég held ekki,“ sagði Carragher spurður að því hvort koma Haaland myndi gera titilinn auðveldari fyrir City.
,,Þeir unnu deildina núna og fengu 95 til 100 stig – komast þeir í 110? Það eru bara svo mörg stig sem þú getur fengið á einu tímabili.“
,,Ég held að Haaland sé rúsínan í pylsuendanum í Meistaradeildinni. Ef hann spilar á útivelli í Madríd þá tapa þeir ekki þeim leik, það er gæfumunurinn sem hann mun gera.“
,,Ég tel ekki að hann breyti miklu í deildinni því City er nú þegar með það gott lið.“