Samkvæmt þýska blaðinu Bild hefur Chelsea mikinn áhuga á að semja við framherjann Harry Kane sem leikur með Tottenham.
Tottenham hefur lengi reynt að halda Kane í sínum röðum en Manchester City reyndi ítrekað að fá hann í fyrra.
Kane á nú aðeins tvö ár eftir af samningi sínum í London og er Chelsea að fylgjast með gangi mála hjá leikmanninum.
Chelsea telur þó að það væri vilji Tottenham að selja Kane erlendis frekar en til granna sinna í London.
Bayern Munchen er helst nefnt til sögunnar en liðið missti Robert Lewandowski til Barcelona í sumar.