Guðlaugur Victor Pálsson er genginn til liðs við DC United í Bandaríkjunum en þetta var staðfest nú í kvöld.
Guðlaugur þekkir til MLS deildarinnar en hann lék áður með New York Red Bulls þar í landi.
Hann kemur til DC United frá Schalke í Þýskalandi þar sem hann bar fyrirliðabandið á síðustu leiktíð.
Miðjumaðurinn hjálpaði Schalke að tryggja sér sæti í efstu deild en mun ekki leika með liðinu í Bundesligunni.
Guðlaugur gerir tveggja ára samning við DC United og mun þar vinna með Wayne Rooney sem þjálfar liðið.