S-300 loftvarnaflaugarnar voru hannaðar til varna gegn loftárásum og árásum með flugskeytum. Þær komu fram á sjónarsviðið 1979.
Daily Mail segir að samkvæmt fréttum frá Úkraínu þá hafi rússneskar hersveitir notað flugskeyti þessarar tegundar til árása á skotmörk á jörðu niðri. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þetta bendi til að Rússa bráðvanti vopn til árása á jörðu niðri.
Á fimmtudaginn sagði Vitaly Kim, héraðsstjóri í Mykolaiv, að Rússar hafi skotið sjö S-300 á héraðið og valdið skemmdum á innviðum og sært einn mann.
Þann 8. júlí hafði hann sömu sögu að segja og sagði þá að búið hefði verið að koma GPS-tækjum fyrir á flaugunum til að stýra þeim að skotmörkunum en þær hafi samt sem áður verið ónákvæmar.