Ekið var á gangandi vegfaranda í Háaleitis- og Bústaðahverfi í gærkvöldi. Hann meiddist lítils háttar. Í Garðabæ varð einnig umferðarslys og þar urðu sömuleiðis minniháttar slys á fólki.
Einn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur.
Tilkynnt var um innbrot í nýbyggingu í Hafnarfirði. Þar var verkfærum stolið.