FH og Valur hafa komist að samkomulagi þess efnis að danski miðjumaðurinn Lasse Petry skipti yfir til Valsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FH-ingum í kvöld.
Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Petry skrifaði undir samning við FH en hann gekk í raðir félagsins frá danska félaginu HB Köge.
Petry þekkir vel til hjá Valsmönnum en hann spilaði með félaginu á árunum 2019-2020 og mun þá einnig endurnýja kynni sinn við fyrrum þjálfara sinn hjá félaginu sem og hjá FH en Ólafur Jóhannesson var á dögunum ráðinn þjálfari Vals út tímabilið.
Hjá FH hefur Petry spilað 9 leiki í Bestu deildinni á tímabilinu.
Lasse Petry til Vals.
FH og Valur hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Lasse Petry. Þökkum Lasse fyrir þann stutta tíma sem hann var hjá Fimleikafelaginu og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. pic.twitter.com/Zn7NqX6Lhm— FHingar (@fhingar) July 26, 2022