fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Víkur úr teymi Druslugöngunnar vegna færslu á Twitter

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 21:00

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulagsteymi Druslugöngunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu sem hefur verið áberandi á Twitter undanfarinn sólarhring.

Einn meðlimur skipulagsteymisins hafði þar í tísti lýst yfir særindum yfir því að kona sem hann hafði farið á stefnumót með nokkru fyrir, sem ekki hafði svo áhuga á öðru stefnumóti, hafi mætt á viðburð á vegum Druslugöngunnar með öðrum aðila sem hún lét vel að.

Taldi maðurinn að konan hafi þarna viljandi reynt að valda honum hugarangri. Konan sjálf tjáði sig um atvikið og velti því fyrir sér hvort hún hafi verið skyldug til að forðast viðburði sem sérstaklega eigi að vera opnir þolendum kynferðislegs og kynbundins ofbeldi, fyrst hún hafi ekki viljað hefja ástarsamband við þennan tiltekna mann sem kom að skipulagningunni.

Olli tístið nokkru fjaðrafoki þar sem margir töldu ljóst að þessi meðlimur skipulagsteymisins hafi þar gerst sekur um drusluskömmun, sem er nákvæmlega það sem druslugangan er að berjast gegn.

Fyrr í kvöld tilkynnti Druslugangan á Twitter að von væri á yfirlýsingu og að dagurinn hafi farið í að skoða málið með báðum aðilum sem um ræddi. Nú hefur yfirlýsingin verið birt, en þar kemur fram að maðurinn hafi þegið það boð að víkja úr teyminu:

„Kæru druslur, 

Í morgun urðum við í göngunni vör við umræðu þar sem fram kom að einn meðlimur skipulagsteymisins hefði sett inn færslu og sýnt hegðun sem gekk þvert á gildi og markmið Druslugöngunnar. Undir eins var haft samband við alla hlutaðeigandi. Stúlkunni var gert ljóst að við værum miður okkar og myndum taka má málinu um leið og fólk losnaði frá vinnu seinnipartinn. Okkur þykir leitt að við gátum ekki brugðist við fyrr, en meðlimir teymisins eru sjálfboðaliðar sem þurfa að sinna öðrum skuldbindingum í dagvinnu. Sú töf var túlkuð sem aðgerðarleysi og/eða meðvirkni af okkar hálfu, sem er miður. 

Umræddum meðlimi var boðið að víkja úr skipulagsteyminu og hann tók því greiðlega. Ferlið við ákvarðanatökuna var allt miðað við að bæta fyrir orðinn skaða og niðurstaðan fengin í samráði við stúlkuna sem hlut átti að máli. Eins og gefur að skilja endurspeglar ofangreind færsla ekki viðhorf Druslugöngunnar og sjónarmiðin sem þar koma fram eiga sér engan hljómgrunn innan teymisins. 

Loks langar okkur að minna á að stjórn skipulagsteymisins samanstendur af sex stelpum og við höfum margar þurft að há baráttu gegn eigin jaðarsetningu til að komast að borðinu. Núverandi stjórn einsetti sér í upphafi að gera Druslugönguna aðgengilegri og þess vegna er sérstaklega sárt að einstaklingar hafi upplifað sig óvelkomna á viðburðum okkar. Mistök eru mannleg, en afdráttarlaus afstaða Druslugöngunnar veitir ekkert svigrúm þegar kemur að mörkum fólks. 

Druslukveðja, 
skipulagsteymið.“ 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans