fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

CNN með ítarlega umfjöllun um íslenskar laugar – „Óteljandi baðstaðir“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 16:11

Mynd af náttúrulaug/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Töfrandi útsýni með gufustrókum eru algeng sjón þegar ekið er á malarvegum um firði Íslands.“

Svona hefst ítarleg umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN um heitar laugar á Íslandi. Í kjölfarið er talað um jarðhitavirkni Íslands og hvernig hún nýtist í laugar landsins sem nýttar eru til jafns af Íslendingum og túristum. „Allt frá náttúrulegum grýttum gígum og til manngerðra lúxus lauga, það eru óteljandi baðstaðir fyrir hvers konar gesti, í hvaða veðri sem er,“ segir svo í umfjölluninni. Án efa eru það ágætis ýkjur að segja að baðstaðirnir séu „óteljandi“ þó svo að þeir séu nokkuð margir.

„Hvort sem þú ert að keyra umhverfis landið eða ert að fara utanvegar á fjórhjóladrifnu farartæki þá er hér listi af elskuðum heitum laugum – sem sumar eru ansi fásóttar – fyrir næstu ferð þína til Íslands,“ segir því næst í umfjölluninni en ekki er vakin athygli á því að utanvegaakstur er óheimill hér á landi samkvæmt lögum. Brot á þessum lögum getur leitt til hárra fjársekta. Það er þó heimilt að aka utanvega ef snjór er yfir öllu, jörð frosin og aðstæður þannig að bifreiðin fer ekki niður úr snjónum og skemmi jörð.

Þá er farið yfir heitu laugarnar og þeim lýst. Bæði er farið yfir manngerðar laugar eins og GeoSea á Húsavík, Bláa lónið, Sky Lagoon og fleiri en einnig er bent á ýmsar náttúrulaugar eins og Laugavallalaug, Hrunalaug og Hellulaug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“
Fréttir
Í gær

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“
Fréttir
Í gær

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt