fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Tripical bannað að rukka útskriftarnema aukalega fyrir bensín

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 15:01

Frá Krít.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var bannað að hækka verð pakkaferðar til Krítar af Neytendastofu. Niðurstaðan kom eftir fjölda ábendinga sem barst vegna ferðarinnar. Tripical hafði rökstutt verðhækkunina með vísan til eldsneytisverðhækkana. Ferðirnar höfðu allar verið greiddar til fulls áður en hækkanirnar voru tilkynntar.

„Þá kom fram í ábendingu að pakkaferð til Krítar hafi verið breytt með þeim hætti að í stað beins flugs þyrfti að millilenda í Hamburg í um klukkustund og sú ástæða gefin að viðkomandi hafi fengið aukna farangursheimild, þrátt fyrir að í auglýsingu fyrir ferðina hafi beint flug verið auglýst,“ stóð í ákvörðun Neytendastofu.

Tripical svaraði Neytendastofu þann 8. júlí 2022 og sagði að ferðin hafi upphaflega verið kynnt útskriftarráði og nemendum haustið 2021 og bókuð í janúar 2022. Verðið var upphaflega 209.990 krónur miðað við fjóra í herbergi og Tripical segist hafa miðað við aðstæður á þeim tíma sem samið var.

„Tripical geri alltaf ráð fyrir einhverjum breytingum á verðum, eins og eldsneyti og gengisbreytingum, þegar ferðir eru kynntar án þess að slíkar breytingar leiði til hækkunar á verði farmiða. Þær aðstæður sem undanfarið hafi verið uppi varðandi þróun á verði þotueldsneytis séu hinsvegar langt fyrir utan það að vera eðlilegar markaðssveiflur,“ segir í svari Tripical.

Þurftu líka hafa skilmála um lækkun

Neytendastofa sagði í tilkynningu sinni að meginreglan sé að samningsverð pakkaferðar skuli standa en að það sé þó heimild fyrir verðbreytingu, til dæmis vegna hækkunar á eldsneytisverði.

Í skilmálum Tripical var heimild til hækkunar á verði en hins vegar engin heimild til verðlækkunar af sömu ástæðum. Þess vegna var Tripical óheimilt að hækka verð ferðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans