Chelsea hefur sett sig í samband við Inter með það í huga til að kaupa Denzel Dumfries varnarmann liðsins. Gazzetta dello Sport fjallar um það.
Chelsea er farið að leita annað nú þegar Jules Kounde varnarmaður Sevilla er að hafna félaginu til að fara til Barcelona.
Chelsea er því að skoða í kringum sig og Dumfries er til sölu fyrir rétt verða eða 34 milljónir punda.
Inter keypti Dumfries fyrir ári síðan á 12,5 milljónir punda frá PSV en er til í að selja hann.
Dumfries er 26 ára gamall hægri bakvörður sem gæti hentað í kerfi Thomas Tuchel stjóra Chelsea.