Luis Suarez framherji er nú sterklega orðaður við Los Angeles FC í MLS deildinni en framherjinn frá Úrúgvæ er án félags.
Samningur Suarez við Atletico Madrid rann út í sumar og hefur hann ekki fundið sér nýtt félag.
Suarez er 35 ára gamall og hefur átt frábæran feril hjá Ajax, Liverpool, Barcelona og svo hjá Atletico Madrid.
„Ég hlusta á öll tilboð,“ sagði Suarez sem vill fá lið sem er á leið í úrslitakeppnina til að spila fram að Heimsmeistaramótinu í Katar.
Suarez var sterklega orðaður við River Plate í Argentínu en fór ekki þangað en bíður nú eftir réttu tækifæri á ferlinum.
Los Angeles FC hefur í sumar fengið Gareth Bale og Giorgio Chiellini og gætu nú bætt Suarez við.