Hope Solo fyrrum markvörður bandaríska kvennalandsliðsins og ein frægasta fótboltakona sögunnar hefur játað að hafa keyrt ölvuð með börn sín.
Solo var í mars í fyrra gómuð við að keyra með tvo unga syni sína undir áhrifum áfengis. Hún veitti lögreglu mótspyrnu þegar hún var handtekin.
„Ég gerði stórt mistök, klárlega þau stærstu í mínu lífi. Ég áttaði mig ekki á því hversu mikil áhrif áfengi hafði haft á líf mitt,“ segir Solo.
Solo fékk tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 30 daga óskilorðsbundin. Hún tók þann dóm hins vegar út þegar hún fór í áfengismeðferð.
„Það góða við að gera svona stór mistök er að maður lærir af þeim þó það sé oft sársaukafullt.“