Eins óvænt og það kann að hljóma þá snæddi forseti Marseille með umboðsmanni varnarmannsins William Saliba í gær.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano, einn virtasti blaðamaður bransans, en Saliba spilar með Arsenal á Englandi.
Arsenal hefur áhuga á að nota Saliba næsta vetur sem spilaði með Marseille á láni á síðustu leiktíð og stóð sig vel.
Marseille gefst ekki upp í baráttunni um leikmanninn og samkvæmt Romano var fundað um leikmanninn á veitingastað í London.
Hver niðurstaðan var er óljóst að svo stöddu en Marseille gerir sér enn vonir um að Saliba spili með liðinu á næstu leiktíð.
Hann spilaði 36 leiki á síðasta tímabili er liðið komst í Meistaradeild Evrópu.