Jurgen Klopp hefur loksins tjáð sig um brottför Sadio Mane sem samdi við stórlið Bayern Munchen í sumar.
Mane var lengi einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool en hann kom til félagsins frá Southampton árið 2016.
Mane vildi einfaldlega fá nýja áskorun í sumar og var ekki óánægður í herbúðum Liverpool sem varð að ósk hans.
Klopp er alls ekki fúll út í Mane sem bað um að fá að fara og óskar honum alls hins besta í Þýskalandi.
,,Sadio sagði við mig sem og umboðsmaður hans að hann væri að leita að nýrri áskorun. Ef það gerist nógu snemma og raunin var og ef það gerist á réttan hátt og nýja félagið er tilbúið í viðræður þá hentar það,“ sagði Klopp.
,,Þá þakkarðu fyrir þig og sýnir eins mikla virðingu og hægt er. Ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir Sadio, þvílíkur leikmaður sem hann er og ég óska honum alls hins besta. Hann getur spilað þar til hann verður 38 eða 39 miðað við líkamlegt stand. Það er alveg klikkað.“