Myndband af þeim Lionel Messi og Sergio Ramos á æfingu Paris Saint-Germain er vinsælt á samskiptamiðlum þessa stundina.
Leikmennirnir eru samherjar í dag en voru lengi erkifjendur þar sem Messi lék með Barcelona og Ramos með Real Madrid.
Messi var ósáttur með Ramos á æfingu PSG í gær en hann taldi Spánverjann hafi farið af of miklum krafti í tæklingu.
Ramos virðist hafa stigið á Messi sem lét það þó ekki á sig fá og kom boltanum í netið.
Myndband af þessu má sjá hér.
Messi angry and arguing with Ramos after he tackled Messi hard in training 😬 pic.twitter.com/dMRXDqzHEU
— Xabhi ✪ (@FCB_Lad) July 24, 2022