Paul Pogba gekk aftur í raðir Juventus í sumar en hann kemur til félagsins frá Manchester United á frjálsri sölu.
Pogba yfirgaf lið Juventus fyrir Man Utd fyrir sex árum síðan en náði aldrei hæstu hæðum á Old Trafford.
Franski landsliðsmaðurinn mun ekki taka frekari þátt á undirbúningstímabili Juventus sem mætir næst Barcelona á morgun.
Juventus hefur staðfest það að Pogba sé nú meiddur en hann er að glíma við hnémeiðsli.
Juventus vildi ekki staðfesta hversu alvarleg meiðslin væru en möguleiki er á að Pogba missi af byrjun tímabilsins.