Tottenham hefur gengið frá samningi við Yaya Toure fyrrum miðjumann Barcelona og Manchester City. Toure mun þó ekki leika með liðinu.
Toure er að ganga sín fyrstu skref í þjálfun og hefur verið ráðinn inn hjá Tottenham til að þjálfa yngri leikmenn félagsins.
Toure hefur undanfarið verið aðstoðarþjálfari í bæði Rússlandi og Úkraínu en heldur nú aftur til Englands.
Toure lék með Manchester City frá 2010 til 2018 og var á þeim tíma einn besti miðjumaður enska boltans.
Tottenham er einnig í viðræðum við Jermain Defoe fyrrum framherja félagsins um að koma inn í þjálfun.
Tottenham have an agreement with Yaya Toure to become an Academy Coach at the club. ⚪️👔
Talks are also at an advanced stage for Jermain Defoe to take up a similar role. ✍️ pic.twitter.com/76jHKehRbI
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 26, 2022