Nokkrir tölvuleikjaspilarar í Indlandi gátu keypt nýjustu útgáfuna af tölvuleiknum vinsæla, FIFA, fyrir um átta íslenskar krónur. Var þetta vegna mistaka.
Mistökin voru ekki leiðrétt fyrr en um klukkutíma og síðar og því margir spilarar sem gátu nýtt sér þetta „tilboð.“
FIFA er einn vinsælasti tölvuleikur heims en þetta er síðasta útgáfan af þessari gerð. EA Sports, sem framleiðir leikinn, og FIFA eru að slíta samstarfinu.
Margir eru spenntir fyrir leiknum í ár, þar sem meðal annars Juventus snýr aftur.