fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Pressan

Stéttarfélög vilja reglur um hámarkshita sem má vinna í utandyra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. ágúst 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópsk stéttarfélög hvetja Framkvæmdastjórn ESB til að setja reglur um hámarkshita sem fólk má vinna í utandyra. Hvatning stéttarfélaganna kemur eftir að þrír verkamenn létust við störf í Madrid í nýafstaðinni hitabylgju.

Nú þegar er löggjöf í gildi í nokkrum ESB-ríkjum sem takmarkar vinnu fólks í miklum hita en mikill munur er á við hvaða hitastig er miðað.

Samkvæmt rannsókn greiningarstofnunarinnar Eurofound vinna 23% allra verkamanna í ESB í miklum hita í um fjórðung af vinnutíma sínum. Í landbúnaði er hlutfallið 36% og í byggingarvinnu 38%.

Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl hás hita og krónískra þjáninga sem og aukinnar hættu á vinnuslysum.

Claes-Mikael Stahl, vararitari samtaka evrópskra stéttarfélaga (ETUC), segir að verkamenn séu í framlínu loftslagsbreytinganna dag hvern og þeir hafi þörf fyrir vernd sem passi við þá vaxandi hættu sem öfgahitar valdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump brjálaður eftir nýjasta þátt 60 Minutes og missti sig á samfélagsmiðlum

Trump brjálaður eftir nýjasta þátt 60 Minutes og missti sig á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum