fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Stéttarfélög vilja reglur um hámarkshita sem má vinna í utandyra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. ágúst 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópsk stéttarfélög hvetja Framkvæmdastjórn ESB til að setja reglur um hámarkshita sem fólk má vinna í utandyra. Hvatning stéttarfélaganna kemur eftir að þrír verkamenn létust við störf í Madrid í nýafstaðinni hitabylgju.

Nú þegar er löggjöf í gildi í nokkrum ESB-ríkjum sem takmarkar vinnu fólks í miklum hita en mikill munur er á við hvaða hitastig er miðað.

Samkvæmt rannsókn greiningarstofnunarinnar Eurofound vinna 23% allra verkamanna í ESB í miklum hita í um fjórðung af vinnutíma sínum. Í landbúnaði er hlutfallið 36% og í byggingarvinnu 38%.

Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl hás hita og krónískra þjáninga sem og aukinnar hættu á vinnuslysum.

Claes-Mikael Stahl, vararitari samtaka evrópskra stéttarfélaga (ETUC), segir að verkamenn séu í framlínu loftslagsbreytinganna dag hvern og þeir hafi þörf fyrir vernd sem passi við þá vaxandi hættu sem öfgahitar valdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga