fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Þjóninum brá mjög þegar hann sá kvittunina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 07:59

Þetta er ansi rausnarlegt þjórfé.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fór Eric Smith á Alfredo‘s Cafe í Scranton í Pennsylvania í Bandaríkjunum og fékk sér heimagert stromboli. Mariana Lambert, þjónustustúlka, stóð agndofa þegar Smith gerði upp reikning sinn að máltíðinni lokinni.

Hann var svo ánægður með matinn og þjónustuna að hann ákvað að gera vel við starfsfólkið, mjög vel. Þegar kom að því að greiða fyrir veitingarnar bætti hann 3.000 dollurum við sem þjórfé.  Það svarar til um 410.000 íslenskra króna.

Þetta verður að teljast rausnarlegt þjórfé fyrir máltíð sem kostaði 13,25 dollara.

CNN hefur eftir Matt Martini, yfirmanni hjá Alfredo‘s, að Lambert hafi komið inn á skrifstofu hans og hafi verið með tár í augunum og hafi skolfið og sagt honum að viðskiptavinur hafi gefið henni 3.000 dollara í þjórfé.

Smith sagði starfsfólkinu að hann stundaði viðskipti með rafmyntir og að hann vildi bara reyna að skila einhverju aftur til samfélagsins.

Martini sagði að peningarnir hafi komið sér mjög vel fyrir Lambert sem hefur unnið á staðnum í tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver er maðurinn? Handskrift og peningar meðal þess sem fannst á líkinu fyrir 45 árum

Hver er maðurinn? Handskrift og peningar meðal þess sem fannst á líkinu fyrir 45 árum
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu