fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ný og óvenjuleg langtímaáhrif COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 06:07

Það eru til margar veirur, mishættulegar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir glíma við langvarandi COVID-19 og líða vikur eða mánuðir þar til fólk jafnar sig að fullu en sumir virðast því miður ekki jafna sig að fullu. Misjafnt er hvernig þessi langvarandi einkenni eru en margir glíma til dæmis við þreytu.  Í nýrri breskri rannsókn fundust nokkur ný langtímaeinkenni COVID-19 og er óhætt að segja að sum þeirra séu frekar óvenjuleg.

Sky News segir að vísindamenn við University of Birmingham hafi gert rannsóknina sem byggist á sjúkraskýrslum 2,4 milljóna Breta. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Medicine.

Tíðni langvarandi COVID-19 er hæst meðal kvenna, fólks á aldrinum 35 til 69 ára, fólks sem býr við kröpp kjör, fólks sem vinnur við félagslega þjónustu, kennslu, í heilbrigðiskerfinu og hjá þeim sem glíma við vanheilsu eða fötlun.

Þreyta er algengasta einkennið en 55% sögðust glíma við þreytu, 32% glímdu við mæði, 23% við hósta og 23% við beinverki.

Í rannsókninni kom einnig fram að meðal annarra einkenna eru: minnisleysi, hreyfistol, erfiðleikar við að hafa stjórn á hægðum, ofskynjanir, bólgur í útlimum, hármissir og erfiðleikar við að stunda kynlíf.

Þetta er í fyrsta sinn sem hármissir og erfiðleikar við að stunda kynlíf komast á lista yfir langtímaeinkenni COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu