Fraser Forster, leikmaður Tottenham, spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á dögunum í æfingaleik gegn Rangers.
Forster hefur væntanlega viljað spila við annað félag í sínum fyrsta leik en andstæðingur Tottenham var Rangers.
Forster er fyrrum markvörður Celtic og lék þar frá 2012 til 2014 en það eru einmitt erkifjendur Celtic í Skotlandi.
Það var baulað harkalega á Forster í þessum leik og var hann undir töluverðri pressu er Tottenham vann 2-1 sigur.
Forster verður varamarkvörður Tottenham á næstu leiktíð en hann kom inná sem varamaður í sigrinum.
Hann fékk aldrei að gleyma því að hann hafi leikið fyrir Celtic á árum áður en hafði vonandi gaman að eins og kann að gerast í svona stöðu.