Barcelona hefur staðfest það að félagið hafi fengið boð í miðjumanninn Frenkie de Jong í sumar.
Eins og flestir vita þá hefur Manchester United reynt við Hollendinginn í allt sumar en án árangurs.
Joan Laporta, forseti Börsunga, hefur staðfest það að tilboð hafi borist í hollenska landsliðsmanninn.
,,Frenkie er okkar leikmaður og við erum mjög hrifnir af honum,“ sagði Laporta við ESPN.
,,Við höfum fengið tilboð í Frenkie en við höfum ekki samþykkt neitt hingað til. Við viljum fá að ræða við hann um framhaldið.“