Marcus Rashford hefur ekkert heyrt í Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, í um eitt ár eða síðan liðið spilaði á EM síðasta sumar.
Rashford gerir sér vonir um að komast á HM í Katar í lok árs en hann spilaði síðast með landsliðinu í úrslitaleik EM í fyrra.
Rashford átti alls ekki góðan vetur með félagsliði sínu Manchester United og er ljóst að hann þarf að gera mun betur ef hann ætlar að verða valinn á HM.
Sóknarmaðurinn veit sjálfur ekki hvað planið er og hvort hann sé inni í myndinni hjá Southgate en það kemur í ljós þegar nær dregur.
,,Ég hef ekki talað við landsliðsþjálfarann síðan í fyrrasumar,“ sagði Rashford um stöðuna.
,,Ég er ekki svo viss hvort ég fái kallið en það eina sem ég get gert er að gera mitt besta fyrir Man Utd og svo sjáum við hvað gerist.“