Afturelding hefur fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta sumarsins í Bestu deild kvenna en Maria Paterna og Victoria Kaláberová hafa samið við félagið.
Maria er 22 ára gamall varnarmaður frá Grikklandi en hún á þrjá landsleiki að baki sem og fjölda yngri landsleikja með Grikkjum.
Victoria er 21 árs miðjumaður frá Slóvakíu en hún hefur verið í slóvakíska landsliðshópnum undanfarin ár og á einnig leiki að baki með yngri landsliðum.
„Báðar koma þær til Aftureldingar eftir að hafa leikið með Aris Limassol á Kýpur síðastliðinn vetur. Eftir langt hlé vegna EM þá fer boltinn aftur að rúlla í Bestu deildinni á fimmtudaginn í næstu viku en Afturelding fær þá Þrótt í heimsókn,“ segir á vef Aftureldingar.