Paris Saint-Germain mætti Gamba Osaka frá Japan í æfingaleik í morgun.
Leiknum lauk 6-2 fyrir PSG. Neymar skoraði tvö marka liðsins. Hin fjögur gerðu þeir Lionel Messi, Pablo Sarabia, Kylian Mbappe og Nuno Mendes.
Það sem hefur vakið mesta athygli eftir leik er neyðarleg tilraun Neymar til að fiska vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir PSG.
Hann dýfði sér þá til jarðar við enga snertingu, eins og sjá má á myndbandinu hér neðar.
Fyrir það fékk Brasilíumaðurinn hins vegar vítaspyrnu, sem hann skoraði úr.
— Out Of Context Football (@nocontextfooty) July 25, 2022