Georgina Rodriguez, kærasta stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, birti myndband af sér á Instagram nýlega sem hefur kveikt í aðdáendum hennar.
Georgina er með 39 milljónir fylgjenda á Instagram og þegar þetta er skrifað hafa meira en þrjár milljónir manns líkað við myndbandið sem um ræðir.
Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Hann vill komast frá Man Utd. Portúgalinn sneri aftur til félagsins í fyrra, tólf árum eftir að hann yfirgaf það fyrir Real Madrid. Sjálfur átti Portúgalinn fínasta tímabil en Man Utd hafnaði hins vegar í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Ronaldo fór ekki með Man Utd í æfingaferð til Asíu á dögunum. Sagt er að það sé af fjölskylduástæðum, þó það megi draga það í efa í ljósi sögusagna um framtíð leikmannsins.
Sjálf er Georgina sögð vilja flytja aftur til Madrídar.
Myndbandið má sjá hér að neðan.