Botninn í sundlauginni lét undan og upptökur sýna að bæði fólk og munir soguðust niður í laugina og niður á botn hennar. BBC og Times of Israel skýra frá þessu.
„Ég sá tvær manneskjur sem hurfu bara,“ sagði einn sjónarvottur.
um 50 manns voru í veislunni og af þeim voru 6 í lauginni þegar botninn gaf sig. Á aðeins nokkrum sekúndum hrundi jarðvegurinn undan lauginni og stórt gat myndaðist á botni hennar.
בולען נפער בבריכה בבית פרטי בכרמי יוסף, אדם נעדר@daniel_elazar pic.twitter.com/8YiT1g2rdT
— כאן חדשות (@kann_news) July 21, 2022
Tveir soguðust niður með vatninu. 34 ára karlmanni tókst að komast upp úr holunni af sjálfsdáðum. Hann meiddist lítils háttar. 32 ára karlmaður lést hins vegar. Hann sogaðist niður í 13 metra djúpa holu og fannst ekki fyrr en fjórum klukkustundum eftir að hann hvarf.
Hjón á sjötugsaldri eiga húsið þar sem veislan var haldin. Þau eru grunuð um að hafa komið sundlauginni fyrir án tilskilinna leyfa en á þessu svæði eru mörg þekkt vandamál með jarðveginn.