Það voru margir Íslendingar í eldlínunni í Skandinavíu í kvöld en leikið var í öllum helstu deildunum.
Ísak Bergmann Jóhannesson komst á blað fyrir FCK sem vann Álaborg, 3-1. Ísak kom inná sem varamaður og gerði þriðja mark liðsins í sigrinum.
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og lagði hann að sama skapi upp annað mark liðsins.
Aron Elís Þrándarson kom inná sem varamaður hjá OB sem gerði 2-2 jafntefli við Randers. Aron spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og kom inná er OB var 2-0 yfir.
Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF sem vann þá lið Viborg 3-1. Mikael fór af velli á 69. mínútu.
Í Noregi lagði Brynjólfur Andersen Willumsson upp mark fyrir Kristiansund sem gerðii 2-2 jafntefli við Odd.
Samúel Kári Friðjónsson var sá eini sem byrjaði í leik Valerenga og Viking þar sem það fyrrnefnda vann 4-2 sigur.
Patrik Gunnarsson var varamarkvörður Viking í leiknum og kom Brynjar Ingi Bjarnason ekkert við sögu hjá Valerenga.
Í Svíþjóð fékk Valgeir Lunddal Friðriksson að líta gult spjald er Hacken tapaði 2-1 gegn Djurgarden. Valgeir lék allan leikinn.
Davíð Kristján Ólafsson byrjaði í 1-0 sigri Kalmar á Elfsborg þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði með Elfsborg og kom inná á 14. mínútu eftir meiðsli annars leikmanns.
Daníel Leó Grétarsson gerði þá sigurmark Slask Wroclaw í Póllandi sem vann Pogon Szczecin 2-1. Davíð gerði sigurmarkið á 55. mínútu seinni hálfleiks.