fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Með og á móti – Umskurður drengja

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn fjögurra flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um bann við umskurði drengja. DV ræddi við Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi, og Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og fyrsta flutningsmann frumvarpsins á Alþingi, um málið.

Með

Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi

Umskurður drengja er réttur okkar sem múslima. Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara sleppt. Við fylgjum og virðum íslensk lög eins og við fylgjum lögum í öðrum löndum, en þetta er okkar réttur sem múslimar á Íslandi. Umskurður er ekki eitthvað sem er bundið við Ísland, þetta er um allan heim og hefur viðgengist í þúsundir ára.
Ef þetta frumvarp verður að lögum þá mun gerast það sem við í Stofnun múslima á Íslandi viljum ekki, að fólk geri þetta samt. Hvort sem umskurðurinn eigi sér stað á Íslandi eða annars staðar. Eða þá að það flytji inn einhvern lækni til að gera þetta heima hjá þeim. Það viljum við ekki. Við viljum gera þetta löglega á spítala eða heilbrigðisstofnun með lækni sem tryggir að umskurðurinn heppnist vel. Það sem skiptir öllu er heilsa barnsins, ef þetta er gert heima hjá fólki, bak við luktar dyr, þá er heilsu barnsins stefnt í hættu.

Það er ósanngjarnt að líkja þessu við umskurð stúlkubarna, það er bara eitthvað sem á sér stað í sumum löndum og við stundum ekki slíkt. Umskurður drengja einskorðast ekki við íslam heldur tíðkast einnig meðal gyðinga og hefur gert í árþúsund, einnig meðal sumra kristinna, ég skil ekki hvernig á að vera hægt að koma í veg fyrir þetta.

Á móti

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Núna eru í gildi lög á Íslandi frá 2005 sem banna umskurð á stúlkum og konum. Ég fór að skoða þetta eftir að barnaverndarsamtök hér og á hinum Norðurlöndunum kölluðu eftir því að banna einnig umskurð á drengjum þar sem um sé að ræða brot á mannréttindum og brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frumvarpið breytir orðinu „stúlka“ í „barn“ þannig að sömu lög gilda um bæði drengi og stúlkur.

Umskurður er ónauðsynleg aðgerð og er óafturkræf. Það er sýkingarhætta og margir karlmenn sem hafa verið umskornir eiga í alls kyns vandamálum alla ævi. Það eru dæmi þess að ungir drengir hafi dáið í kjölfar umskurðar. Þetta er yfirleitt gert á mjög ungum drengjum, allt upp í 10 ára, iðulega án deyfingar. Börnin annaðhvort gráta eða verða stjörf af áfallinu og sársaukanum sem þau verða fyrir. Það allt mælir gegn því að þetta sé gert.

Þetta kemur trúarbrögðum ekkert við, þetta er barnaverndarmál. Sú réttlæting að þetta sé hreinlætismál og komi í veg fyrir kynsjúkdóma stenst ekki skoðun. Þeir sem hafa sett sig á móti þessu eru smeykir við að lögin okkar verði fordæmisgefandi. Þetta er eldgömul hefð sem er byggð á hindurvitnum og við eigum að vera komin lengra en þetta í dag. Við Íslendingar eigum bara að taka frumkvæðið og breyta þessum lögum.

Source: dv

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir