Heldur betur undarlegt atvik átti sér stað fyrir austan í gær er Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir spilaði við Augnablik í kvennaboltanum.
Þessi lið leika í Lengjudeild kvenna og áttust við í Fjarðabyggðarhöllinni í gær.
Heimaliðið hafði betur með þremur mörkum gegn einu og lyfti sér upp í fjórða sæti deildarinnar.
María Hjálmarsdóttir var mætt á leikinn í gær og vekur hún athygli á Twitter með færslu sem birtist í gær.
Þar má sjá leikmann Augnabliks brjóta harkalega af sér í leiknum en hún togaði til að mynda hressilega í hár leikmanns heimaliðsins en ekkert var dæmt.
Eins og má sjá hér fyrir neðan er í raun með ólíkindum að ekkert hafi verið dæmt enda um augljóst brot að ræða.
Ók ekki í lagi! Leikmaður Augnabliks með fáránlega gróft brot á leikmann hjá Fjarðabyggð ekkert dæmt samt 😢 pic.twitter.com/VMOPHBTfVR
— Maria Hjalmarsdottir (@mariamey) July 23, 2022