fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Margrét birtir myndband af manni á fjórhjóli sem „reyndi að keyra á hundana“ hennar

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 15:45

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Kristjánsdóttir var á göngu með tvo sjö mánaða hvolpa sína á Hólmsheiði í gær er maður á fjórhjóli keyrði næstum á hvolpana. Margrét segir að maðurinn hafi reynt að keyra á hundana sína sem og annan hvolp sem var einnig staddur á heiðinni í gær. Í samtali við Mannlíf, sem greindi frá málinu, segist Margrét vera „drulluslegin“ eftir atvikið.

„Þessi fáviti reyndi að keyra á hundana mína og annan hvolp á Hólmsheiðinni. Manneskja sem var með mér steig fyrir hjólið og bauð honum að keyra frekar á sig en hundana,“ sagði Margrét í Facebook-færslu sem hún birti í gær. „Hann gat ekki beðið eftir því að við gætum sett taumana á hundana, heldur flautaði og keyrði áfram. Fávitinn æsti sig mjög og heimtaði nafnið á manneskjunni, sem hún gaf fúslega og þá byrjaði ég að taka hann upp.“

Margrét birti myndbandið sem hún tók af manninum með færslunni en í því sést hvernig maðurinn veitist að henni og rífur af henni símann. „Eins og sést þá stígur fávitinn af hjólinu, ógnar mér og rífur af mér símann og grýtir í jörðina. Okkur var öllum brugðið og ég kallaði til lögreglu, sem var fljót á staðinn. Við náðum númerinu á hjólinu en ef einhver þekkir þennan fávita má sá hinn sami senda mér skilaboð,“ segir Margrét og hvetur fólk til þess að deila færslunni áfram.

Í samtali sínu við Mannlíf segir Margrét að göngufélagi hennar óttist að maðurinn muni hafa upp á þeim þar sem hann var afar ólmur í að fá persónuupplýsingar þeirra. Þá segir Margrét að eftir að hún birti færsluna hafi tveir einstaklingar sett sig í samband við hana sem segjast hafa einnig lent í þessum manni á fjórhjólinu. Hún vonast eftir því að lögreglan geri eitthvað í málinu.

Færsluna sem Margrét birti má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“