Juventus á besta bandaríska leikmann Evrópu ef þú spyrð Massimiliano Allegri, stjóra Juventus.
Allegri hefur augljóslega mikla trú á miðjumanninum Weston McKennie sem spilar einmitt með Juventus og gekk í raðir liðsins í fyrra frá Schalke.
McKennie er 23 ára gamall landsliðsmaður Bandaríkjanna og á að baki 34 deildarleiki fyrir Juventus og hefur skorað fjögur mörk.
Allegri er á því máli að McKennie sé betri leikmaður en til að mynda Christian Pulisic sem spilar með Chelsea og er talinn vera bestur í Bandaríkjunum af mörgum þar í landi.
,,McKennie er besti bandaríski leikmaðurinn í Evrópu,“ sagði Allegri við blaðamenn.
,,Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt fyrir hann að halda áfram að sýna þessi gæði sem hann hefur hjá Juventus.“