Martin Ödegaard, leikmaður Arsenal, er tilbúinn að taka við fyrirliðabandinu hjá félaginu fyrir næsta tímabil.
Talið er að Ödegaard sé líklegur til að fá bandið á Emirates en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur enn ekki valið nýjan fyrirliða.
Pierre-Emerick Aubameyang var fyrirliði Arsenal á síðustu leiktíð áður en hann fór til Barcelona og tók Alexandre Lacazette við.
Lacazette er hins vegar einnig farinn frá félaginu og hefur gert samning við Lyon í Frakklandi.
,,Ég nýt þess alltaf að fá ábyrgð. Ég er fyrirliði landsliðsins og það er mjög ánægjulegt. Ég veit ekki neitt um stöðuna hér en þetta er spurning fyrir Mikel Arteta og félagið,“ sagði Ödegaard.
,,Ef hann ákveður að biðja mig um að taka við þessu hlutverki þá myndi ég glaður gera það.“