Matthijs de Ligt er genginn í raðir Bayern Munchen en hann kemur til félagsins frá öðru stórliði, Juventus.
De Ligt er öflugur varnarmaður sem stóð sig ágætlega á Ítalíu en hann vakti fyrst athygli með Ajax í Hollandi.
Áður en De Ligt samdi við Bayern þá ræddi hann við Louis van Gaal, fyrrum stjóra Bayern, um möguleg félagaskipti.
Van Gaal þekkir vel til þýska félagsins en hann var áður þjálfari liðsins og er í dag landsliðsþjálfari Hollands.
Hann hafði ekkert nema góða hluti að segja um Bayern sem varð til þess að De Ligt ákvað að skrifa undir.
,,Í byrjun í sumars þá ræddi ég framtíðina við Van Gaal og hann hafði ekkert nema góða hluti að segja um Bayern,“ sagði De Ligt.
,,Hann hrósaði hugmyndafræði félagsins og sagði að ef ég myndi skrifa undir þarna yrði ég ástfanginn um leið.“