Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, neitar fyrir það að það hafi verið rígur á milli hans og fyrrum liðsfélaga hans, Mohamed Salah, hjá Liverpool.
Enskir miðlar töluðu oft um að það væri einhver rígur á milli þessara leikmanna sem voru lengi tveir af bestu spilurum deildarinnar áður en Mane fór til Þýskalands í sumar.
Mane þvertekur fyrir þessar sögusagnir og segir að samband hans og Salah hafi ávallt verið gott í Liverpool.
,,Fólk segir stundum að það sé rígur á milli mín og Salah en ég get ekki séð sjálfan mig í þeirri stöðu,“ sagði Mane.
,,Samband okkar er mjög gott og við sendum skilaboð okkar á milli. Ég held að fjölmiðlarnir hafi gaman að því að gera mikið úr hlutunum.“
,,Ég er ekki bara í sambandi við einn leikmann heldur alla þá leikmenn sem ég hef spilað með. Þið getið spurt hvern sem er. Samband mitt við alla er mjög gott.“