Erling Haaland gekk í raðir Manchester City í sumar en hann skrifaði undir hjá fyrrum félagi pabba síns.
Haaland var einn allra eftirósttasti leikmaður Evrópu í sumar en það voru Englandsmeistararnir sem höfðu betur.
Haaland byrjar vel með sínu nýja liði en hann skoraði eina mark liðsins í æfingaleik gegn Bayern Munchen í gær.
Norski landsliðsmaðurinn þekkir það vel að spila gegn Bayern en hann var áður á mála hjá Borussia Dortmund.
Haaland skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu en Man City var mun sterkari aðilinn í viðureigninni og var sigurinn í raun aldrei í hættu.
Þetta var fyrsti leikur Haaland fyrir enska liðið og er óhætt að segja að hann byrji ansi vel.