Frakkland 1 – 0 Holland
1-0 Eve Perisset(‘108, víti)
Frakkland varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum EM kvenna eftir leik við Holland.
Frakkland átti mun fleiri marktilraunir en þær hollensku í kvöld en tókst ekki að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma.
Frakkar voru einmitt með Íslandi í riðlakeppninni og lauk leik liðanna með 1-1 jafntefli sem dugði okkur ekki til.
Það þurfti að grípa til framlengingar í kvöld tikl að útlkjá um sigurvegara og þar höfðu þær frönsku betur.
Eve Perisset gerði eina markið fyrir Frakka en það kom úr vítaspyrnu á 108. mínútu.
Frakkar áttu yfir 30 marktilraunir í leiknum og var sigurinn því vel verðskuldaður.