Julian Nagelsmann, stjóri Bayern Munchen, viðurkennir að það væri erfitt fyrir félagið að fá Harry Kane frá Tottenham til að leysa Robert Lewandowski af hólmi.
Lewandowski var lengi helsta vopn Barcelona í sókninni en hann skrifaði undir hjá Barcelona á dögunum.
Bayern hefur í kjölfarið verið orðað við Kane sem leikur með Tottenham og er einnig einn allra mikilvægasti leikmaður enska landsliðsins.
Verðmiðinn á Kane er augljóslega gríðarlega hár og væri það erfitt fyrir Bayern að kaupa sóknarmanninn í sínar raðir.
,,Hann gæti skorað mikið í Bundesligunni. Ég þekki ekki verðið en það væri erfitt fyrir Bayern Munchen,“ sagði Nagelsmann.
,,Við þurfum að sjá hvað gerist í framtíðinni.“