Áhugi Atletico Madrid á Cristiano Ronaldo er mikill miðað við frétt sem the Times birtir í kvöld.
Ronaldo er að reyna að komast burt frá Manchester United og vill spila í Meistaradeildinni í vetur.
Samkvæmt Times þá hefur Atletico sett Antoine Griezmann á sölulista í von um að safna fyrir komu Ronaldo til félagsins.
Atletico þarf að lækka launakostnað innan herbúða félagsins ef Ronaldo á að koma en hann yrði án efa launahæstur hjá félaginu.
Griezmann er enn aðeins í láni hjá Atletico en félagið þarf svo að kaupa hann endanlega fyrir 40 milljónir evra.
Ronaldo þekkir vel til Spánar en hann lék lengi með erkifjendum Atletico í Real Madrid.