Spennan er svo sannarlega mikil í 3. deild karla og er hart barist um að komast upp í 2. deildina fyrir næsta sumar.
Fjórir leikir fóru fram í dag og kvöld og eru nú þrjú lið jöfn á toppnum með 25 stig eftir 13 umferðir.
Dalvík/Reynir, KFG og Víðir eru með 25 stig á toppnum en Dalvík/Reynir vann 3-2 sigur á botnliði KH í kvöld.
Kormákur/Hvöt er þarna nálægt pakkanum með 20 stig eftir 2-0 sigur á Vængjum Júpíters í kvöld.
Sindri er í fjórða sætinu með 24 stig en liðið vann Kára sannfærandi 4-1 í kvöld þar sem Abdul Bangura gerði tvö mörk.
ÍH og KFS gerðu þá 2-2 jafntefli og tókst ÍH með því stigi að lyfta sér úr fallsæti.
KH 2 – 3 Dalvík/Reynir
0-1 Borja Lopez Laguna
0-2 Númi Kárason
1-2 Sveinn Þorkell Jónsson
2-2 Haukur Ásberg Hilmarsson
2-3 Viktor Daði Sævaldsson
Kormákur/Hvöt 2 – 0 Vængir Júpiters
1-0 Acai Rodriguez
2-0 Aliu Djalo(víti)
Kári 1 – 4 Sindri
0-1 Birkir Snær Ingólfsson
0-2 Abdul Bangura
0-3 Abdul Bangura
0-4 Kristofer Hernandez
1-4 Franz Bergmann Heimisson
ÍH 2 – 2 KFS
0-1 Eyþór Daði Kjartansson
0-2 Ólafur Haukur Arilíusson
1-2 Einar Örn Harðarson
2-2 Arnar Sigþórsson