Juventus gæti þurft að borga fjórar milljónir evra ef félagið riftir samningi miðjumannsins Aaron Ramsey.
Calciomercato á Ítalíu fjallar um þetta mál en Ramsey er sjálfur að reyna að komast burt frá ítalska stórliðinu.
Ramsey er samningsbundinn Juventus til ársins 2023 og hefur Juventus boðið honum tvær milljónir til að rifta þeim samningi.
Ramsey er hins vegar staðráðinn í að fá allar fjórar milljónirnar í sinn vasa en ku vera opinn fyrir því að samþykkja þrjár milljónir.
Ramsey á enga framtíð fyrir sér í Túrin og spilaði með Rangers í Skotlandi á láni á síðustu leiktíð.
Hann var áður hjá Arsenal og spilaði þar við góðan orðstír en Juventus samdi við hann á frjálsri sölu.
Margir tala um að Ramsey sé að vera mjög gráðugur í þessum samningamálum en hann hefur gefið ítalska liðinu lítið þrátt fyrir að vera á afar háum launum.