Meintur eiturlyfjasali var handtekinn í miðbænum í morgun eftir að tilkynning barst um að viðkomandi hafi verið að ógna fólki með hníf í miðborginni. Eftir að leit á manninum í kjölfar handtökunnar fundust eiturlyf í söluumbúðum á honum auk mikils magns af peningaseðlum. Var maðurinn vistaður í fangageymslu vegna gruns um vopnalagabrot og sölu fíkniefna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kemur að hnífar hafi komið mikið við sögu hjá embættinu undanfarið. Til marks um það hafi ofangreindur hnífamaður verið einn þriggja sem afskipti var haft af síðasta sólarhringinn. Annar þeirra var einnig látinn gista fangageymslu en sá þriðji slapp eftir að lagt hafi verið hald á hans vopn. Brýnir lögregla fyrir almenningi að samkvæmt vopnalögum er vopnaburður á almannafæri bannaður, jafnvel þó um sé að ræða „sakleysisleg“ vopn eins og litla vasahnífa, nema sérstakar ástæður séu fyrir vopnaburðinum, svo sem vegna vinnu, veiða og þess háttar..
Þá var einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í morgunsárið. Sá neitaði að stíga út úr bifreið sinni við afskipti og bíður því einnig kæra fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.
Ennfremur kemur fram að með hefðbundinna útkalla lögreglu á morgnana um helgar eru kvartanir vegna hávaða, iðulega tengdar byggingaframkvæmdum. Slíkt átti sér stað í morgun en í því tilviki nokkrir verktakar hlut að máli, þó þeir eigi sem fagmenn að vita betur segir í tilkynningu lögreglu. Er bent á að samkvæmt reglugerð megi ekki standa í háværum framkvæmdum á íbúðarsvæðum fyrr en kl 10 að morgni um helgar og á almennum frídögum.