Erik ten Hag, nýr stjóri Manchester United, er enginn grínisti og ætlar sér stóra hluti með liðið næsta vetur.
Margir búast við miklu af Ten Hag sem tekur við erfiðu búi en gengi Man Utd undanfarin ár hefur ekki verið gott.
Í gær birtist ansi hressandi myndband af Ten Hag þar sem hann baunar á leikmann Man Utd á æfingu liðsins í Ástralíu.
,,Haltu boltanum á jörðinni, algjörlega ömurlegt,“ öskraði Ten Hag á leikmann og fengu enskir miðlar myndbandið í hendurnar.
Hvaða leikmann Ten Hag er að öskra á er óljóst en ljóst er að hann er með ákveðna hugmyndafræði sem hann vill að leikmenn fylgi.
„Keep the ball on the floor…f***ing rubbish“
Erik Ten Hag absolutely tears into one Man United player during their training session in Perth pic.twitter.com/4T9PyYAcx7
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) July 22, 2022