Christophe Galtier var í sumar ráðinn stjóri Paris Saint-Germain en hann tekur við keflinu af Mauricio Pochettino.
Galtier hefur náð frábærum árangri sem stjóri í Frakklandi en hann var í fjögur ár hjá Lille og tók síðar við Nice í eitt ár.
Það eru margar stórstjörnur á mála hjá PSG og má nefna Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe.
Það er eitthvað sem Galtier pælir lítið í en hann er með ýmsar reglur sem hann heimtar að leikmenn fari eftir og heimtar á sama tíma virðingu.
Samkvæmt Record þá þurfa leikmenn að mæta til leiks á æfingu frá 8:30 til 8:45 og ef einhver er jafnvel mínútu of seinn þá er hann sendur heim.
Að sakma skapi þá mun enginn leikmaður fá leyfi til að nota farsíma á æfingasvæðinu og gildir það einnig þegar leikmenn borða morgunmat og hádegismat.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjörnurnar í París taka á móti Galtier sem er alls ekkert lamb að leika sér við.