Það er annar miðvörður á óskalista Manchester United fyrir næsta tímabil stuttu eftir komu Lisandro Martinez frá Ajax.
Það er Marca á Spáni sem greinir frá þessu en samkvæmt heimildum blaðsins er Man Utd að horfa til Spánar.
Pau Torres, leikmaður Villarreal, er á óskalista Man Utd sem ætlar sér augljóslega að styrkja vörnina verulega fyrir næsta tímabil.
Það er möguleiki á að Martinez verði notaður á miðju Man Utd í vetur þar sem félaginu er ekki að takast að semja við Frenkie de Jong hjá Barcelona.
Torres gæti því reynst mikilvægur í púsluspili en hann hefur verið einn allra besti varnarmaður La Liga undanfarin ár.
Villarreal vill þó alls ekki selja Torres og hefur nú þegar hafnað 46 milljóna punda tilboði frá Tottenham sem kom síðasta sumar.