David de Gea, leikmaður Manchester United, vonast til þess að hann verði ekki valinn bestur hjá liðinu á næstu leiktíð.
De Gea var valinn besti leikmaður Man Utd á síðustu leiktíð en hann er markmaður og stóð sig vel á milli stanganna.
De Gea viðurkennir þó að hann vilji ekki sjá þessi verðlaun og vonar að sóknarsinnaðri leikmaður muni verða fyrir valinu á næsta tímabili.
Það var punktur sem Jose Mourinho nefndi á sínum tíma er De Gea var valinn bestur hjá Man Utd tímabilið 2017-2018 – hann vildi frekar sjá útileikmann hreppa verðlaunin.
Spánverjinn er sammála ummælum Mourinho og vonar að annar verði fyrir valinu er næsta tímabili lýkur.
,,Ég er alveg sammála. Auðvitað er þetta gott fyrir mig, ég elska að vinna verðlaun en er sammála því sem hann sagði,“ er haft eftir De Gea.
,,Þetta verður að fara til framherja eða miðjumanns. Það er það sem þarf að gerast. Á þessu tímabili þarf þetta að enda hjá öðrum leikmanni og þá vonandi framherja.“