fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Farinn í deildina þar sem hann er best geymdur

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 13:56

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dwight Gayle hefur yfirgefið Newcastle United á Englandi og hefur gert tveggja ára samning í Championship-deildinni.

Þetta staðfesti Newcastle í gær en Gayle er 32 ára gamall og er í raun best geymdur í næst efstu deild Englands.

Þar hefur Gayle átt frábær tímabil en hann skoraði bæði 23 mörk fyrir Newcastle 2016-2017 og sama fjölda fyrir West Bromwich Albion 2018-2019.

Gayle hefur fengið fjölmörg tækifæri á að sanna sig í efstu deild Englands en tókst mest að skora sjö mörk fyrir Crystal Palace 2013-2014.

Newcastle samþykkti að hleypa leikmanninum frítt annað í sumar og gerir hann tveggja ára samning við Stoke.

Athygli vekur að Gayle átti tvö ár eftir af samningi sínum á St. James’ Park en félagið hafði ekkert á móti því að hleypa honum burt frítt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson