Oleksandr Zinchenko var í gær staðfestur sem nýr leikmaður Arsenal og gengur í raðir liðsins frá Manchester City.
Það hefur lengi verið draumur Zinchenko að spila fyrir Arsenal en hann fylgdist með félaginu í æsku.
Hann er annar leikmaðurinn sem Arsenal fær frá Man City í sumar og kemur á eftir framherjanum Gabriel Jesus.
Zinchenko er mjög fjölhæfur leikmaður og mun gera mikið fyrir breidd Arsenal.
,,Ég vil koma því fram að þetta er æskudraumur að rætast því ég var mikill aðdáandi þegar ég var krakki,“ sagði Zinchenko.
,,Thierry Henry og Cesc Fabregas voru að spila hérna, ég naut þess að horfa á þá leiki, það Arsenal lið. Aujgljóslega þá varð ég ástfanginn af liðinu og get ekki beðið eftir því að byrja.“
,,Þetta er í raun ótrúlegt því þetta er draumur að rætast. Sem krakki þá gat ég ekki einu sinni ímyndað mér að þetta myndi gerast og ég er svo ánægður.“